Ég get ekki sagt annað en að ég hlakki til jólaprófanna...
Skólinn er ekki að gera sig þessa daganna, þess vegna eru jólaprófin kærkomin ásamt jólafríinu. Ég held þó ekkert sérstaklega uppá prófin en þau eru skárri en þessi ansvítans prísund sem við kjósum að kalla skóla.
Í prófunum getur maður lært eftir því hvernig liggur á manni og uppsker svosem eftir því. Þá hefur maður líka tíma til þess að gera aðra hluti samhliða lærdómnum, eins og t.d. að blogga sem ég spái að verði mun meira um hjá flestum bloggurum landsins. Maður verður reyndar sjúklega anti-social í prófunum en það er svosem fínt svona fyrir jólafríið.
Talandi um fríið... það verður frí hjá mér, ég ætla sko ekki að fara að vinna eins og einhver tík. Ég ætla að vaka til 4 á nóttunni og vakna kl. 3 næsta dag. Ég ætla hanga inni sólarhringum saman og ekki eiga samskipti við annað fólk svo dögum skiptir. Inná milli mun ég svo eiga of mikil samskipti við fólk. T.d. öll jólaboðin og áramótin. Of miklir kossar fyrir mig.
Svo mun ég líka horfa á Tommy Boy
27.11.05
15.11.05
Ég hef ekki hugmynd...
Ég hef ekki hugmynd um í hverju framtíð mín fellst.
Margir þróa einhvern hæfileika á uppvaxtarárum sínum, hæfileikinn verður seinna hluti af starfi þess einstaklings og uppspretta fjármuna í lífi hans.
Ég veit um tölvunörda sem kláruðu menntaskóla og einhverja háskólakúrsa og fóru svo bara að forrita fyrir stórfyrirtæki og fá dágóð laun. Þar með hafa þeir möguleika á að lifa af eigin peningum en ekki alltaf hótel mömmu. Þeir sem hafa hæfileika í tónlist eiga alltaf þann möguleika að nýta hann sem atvinnuveg. Sömuleiðis þeir sem hafa hæfileika í íþróttum eða myndlist o.s.fr.
En fyrir fólk eins og mig? Average Joe? Ég hef enga hæfileika en get þó gert ýmislegt. Ég get spilað fótbolta en það mun ekki vera atvinna mín. Ég get fiktað í tölvum en það eru til kvenkyns dvergar sem eru hæfari en ég í svoleiðis starfi. Ég get glamrað á gítar en guð forði ykkur frá því að það verði atvinna min. Ég get svosem teiknað en hversu langt ferðu á því á Íslandi? Og þar að auki væri ég ekki nógu þolinmóður.
Hvað í fjandanum verður um fólk eins og mig? Verðum við föst í einhverjum afgreiðslu og skrifstofustörfum sem eru vanþakklát og leiðinleg? Kannski reddast þetta bara ef maður er ekkert að pæla í þessu. Ég vona það allavega.
Ég var samt að pæla í að fara í bæjarstjóraframboð árið 2010. 22 ára bæjarstjóri? Það væri sweet job.
Margir þróa einhvern hæfileika á uppvaxtarárum sínum, hæfileikinn verður seinna hluti af starfi þess einstaklings og uppspretta fjármuna í lífi hans.
Ég veit um tölvunörda sem kláruðu menntaskóla og einhverja háskólakúrsa og fóru svo bara að forrita fyrir stórfyrirtæki og fá dágóð laun. Þar með hafa þeir möguleika á að lifa af eigin peningum en ekki alltaf hótel mömmu. Þeir sem hafa hæfileika í tónlist eiga alltaf þann möguleika að nýta hann sem atvinnuveg. Sömuleiðis þeir sem hafa hæfileika í íþróttum eða myndlist o.s.fr.
En fyrir fólk eins og mig? Average Joe? Ég hef enga hæfileika en get þó gert ýmislegt. Ég get spilað fótbolta en það mun ekki vera atvinna mín. Ég get fiktað í tölvum en það eru til kvenkyns dvergar sem eru hæfari en ég í svoleiðis starfi. Ég get glamrað á gítar en guð forði ykkur frá því að það verði atvinna min. Ég get svosem teiknað en hversu langt ferðu á því á Íslandi? Og þar að auki væri ég ekki nógu þolinmóður.
Hvað í fjandanum verður um fólk eins og mig? Verðum við föst í einhverjum afgreiðslu og skrifstofustörfum sem eru vanþakklát og leiðinleg? Kannski reddast þetta bara ef maður er ekkert að pæla í þessu. Ég vona það allavega.
Ég var samt að pæla í að fara í bæjarstjóraframboð árið 2010. 22 ára bæjarstjóri? Það væri sweet job.
12.11.05
Pizzupöntun 101
Ég var að hringja í Dominos og panta pizzu. Ég ákvað að hafa hana bara 15tommu og ég nennti alls ekki að sækja hana. Ef ég mundi nenna að sækja hana mundi hún kosta 1090 kr. en ég vildi fá hana senda og kostar það 2090 kr. Og hún mun örugglega vera lengur að koma en ef ég hefði sótt. Leti mín kostar mig 1000 kr. og dýrmætar mínútur að auki.
En algjörlega þess virði.
Vonandi lærðiru eitthvað af þessu.
P.s.
Af hverju hækkuðu þeir pizzurnar um 90kr. á megavikunni? Frekar lummó.
En algjörlega þess virði.
Vonandi lærðiru eitthvað af þessu.
P.s.
Af hverju hækkuðu þeir pizzurnar um 90kr. á megavikunni? Frekar lummó.
10.11.05
Gullna reglan
Og Jesús sagði:
"Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Nema hommar og masókistar."
"Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Nema hommar og masókistar."
9.11.05
Hér með er blogspot síðan mín búin að líta dagsins ljós
Já ég hef heyrt það að það sé svo svakalega költ og inn að hafa svona blogspot síða að ég ákvað að slá til.
Ég er ekkert að fara að leggja niður hina síðuna mína (www.le-villain.tk)... þessi verður bara með öðru sniði. Þú mátt búast við að lesa hérna lífsreynslu sögur og hugsanir mínar sem þú hefur hvorki löngun né gott af því að heyra. Þú getur búist við one-linerum eða heilli ritgerð... það er aldrei að vita.
Hér mun ég leyfa mér að setja jafnt grunnhyggnar sem djúpar pælingar, en mér finnst ég ekki hafa svigrúm til þess á blog.central, þar er í raun einungis hægt að segja frá hversdagslegum hlutum og svoleiðis.
Ég ætla ekki að hafa linka á þessari síðu og ætlast ekki heldur til þess af öðrum að vera eitthvað að linka á mig, mér er sama þó enginn kommenti en býð þó upp á þann valmöguleika. Mér er eiginlega líka sama hvort einhver lesi þetta, svo lengi sem ég get drullað hlutum sem þjaka mig útúr höfðinu/hjartanu mínu og á blað/internet síðu.
Ég held að þetta sé í raun það sama og drengur sem ég þekki gerði undir dulnefninu Mr.Jones, mér fannst það alltaf svo skemmtileg lesning. Ef ég gæti fetað í fótspor hans þá væri það sannur heiður.
Ég er ekkert að fara að leggja niður hina síðuna mína (www.le-villain.tk)... þessi verður bara með öðru sniði. Þú mátt búast við að lesa hérna lífsreynslu sögur og hugsanir mínar sem þú hefur hvorki löngun né gott af því að heyra. Þú getur búist við one-linerum eða heilli ritgerð... það er aldrei að vita.
Hér mun ég leyfa mér að setja jafnt grunnhyggnar sem djúpar pælingar, en mér finnst ég ekki hafa svigrúm til þess á blog.central, þar er í raun einungis hægt að segja frá hversdagslegum hlutum og svoleiðis.
Ég ætla ekki að hafa linka á þessari síðu og ætlast ekki heldur til þess af öðrum að vera eitthvað að linka á mig, mér er sama þó enginn kommenti en býð þó upp á þann valmöguleika. Mér er eiginlega líka sama hvort einhver lesi þetta, svo lengi sem ég get drullað hlutum sem þjaka mig útúr höfðinu/hjartanu mínu og á blað/internet síðu.
Ég held að þetta sé í raun það sama og drengur sem ég þekki gerði undir dulnefninu Mr.Jones, mér fannst það alltaf svo skemmtileg lesning. Ef ég gæti fetað í fótspor hans þá væri það sannur heiður.
Subscribe to:
Posts (Atom)