30.7.08

Kominn heim, tími til að blogga aftur

Já, það er u.þ.b. einn og hálfur mánuður síðan að ég kom heim. Þannig að mér datt í hug að blogga hérna aftur. Mér þótti það einu sinni gaman.

Þessa daganna er ég bara að vinna upp í hreðavatnsskála 3-4 af hverjum 6 dögum. Það er ágætt fyrir utan það að maður er lengst upp í sveit. Ég er svo að fara í háskólann að ágúst loknum. Fáránlegt að segja það en mig hlakkar pínu til. Oj barasta.

Ég fór á The Dark Knight áðan, alveg sama hversu mikið hype er í kringum þessa mynd, hún er ógeðslega góð. Christian Bale er of svalur, Heath Ledger er bókstaflega geðveikur og allir aðrir standa algjörlega undir væntingum. Hrottalega góð mynd og mig langar að sjá hana aftur. Strax.