18.6.09

Fuck my face, fuck my name. They are brief and false advertisements.

Jess. Ég komst inn á þetta blogg. Mig langar allt í einu að blogga aftur. Jafnvel þó enginn lesi það, þá held ég að ég gæti haft gaman að því.

Hvað er ég að gera þessa daganna?

Ég var að koma heim frá New York, þar sem ég var að spila á nokkrum tónleikum með The Neighbours.
Nú er ég byrjaður að vinna í sumarvinnunni minni í Hreðavatnsskála. Það er ágætt, ég fíla það.
Svo tek ég frí daga inn á milli þar sem ég er í bænum að finna mér eitthvað til að gera af mér. Eyði helgunum í að reyna mitt besta til að drekka frá mér allt vit. Einu sinni hefði ég ekki látið mér detta slíkt til hugar, en þessa daganna virðist ég ekki geta lifað án þess.

Mér finnst ógeðslega gaman að hlusta á tónlist í ipodinum mínum þessa daganna, það er eitthvernveginn öðruvísi að liggja bara með headphone að hlusta á tónlist, heldur en að hlusta í bílnum eða í tölvunni.

Þessa daganna er eftirfarandi inn:

- Bright Eyes
- Blink 182
- The Deathmetal Supersquad
- Able Baker Fox
- Seinfeld