15.11.05

Ég hef ekki hugmynd...

Ég hef ekki hugmynd um í hverju framtíð mín fellst.

Margir þróa einhvern hæfileika á uppvaxtarárum sínum, hæfileikinn verður seinna hluti af starfi þess einstaklings og uppspretta fjármuna í lífi hans.
Ég veit um tölvunörda sem kláruðu menntaskóla og einhverja háskólakúrsa og fóru svo bara að forrita fyrir stórfyrirtæki og fá dágóð laun. Þar með hafa þeir möguleika á að lifa af eigin peningum en ekki alltaf hótel mömmu. Þeir sem hafa hæfileika í tónlist eiga alltaf þann möguleika að nýta hann sem atvinnuveg. Sömuleiðis þeir sem hafa hæfileika í íþróttum eða myndlist o.s.fr.

En fyrir fólk eins og mig? Average Joe? Ég hef enga hæfileika en get þó gert ýmislegt. Ég get spilað fótbolta en það mun ekki vera atvinna mín. Ég get fiktað í tölvum en það eru til kvenkyns dvergar sem eru hæfari en ég í svoleiðis starfi. Ég get glamrað á gítar en guð forði ykkur frá því að það verði atvinna min. Ég get svosem teiknað en hversu langt ferðu á því á Íslandi? Og þar að auki væri ég ekki nógu þolinmóður.

Hvað í fjandanum verður um fólk eins og mig? Verðum við föst í einhverjum afgreiðslu og skrifstofustörfum sem eru vanþakklát og leiðinleg? Kannski reddast þetta bara ef maður er ekkert að pæla í þessu. Ég vona það allavega.

Ég var samt að pæla í að fara í bæjarstjóraframboð árið 2010. 22 ára bæjarstjóri? Það væri sweet job.

5 comments:

Anonymous said...

Þetta reddast hjá þér Villi minn

Anonymous said...

Ég er líka svona... ég vil ekki vera afgreiðslu dama í 66 norður forever!

Hins vegar ætlaði pabbi minn bara að verða kennari en hætti því og gerðist skrifstofu kall bara með stúdenspróf! Fékk sér svo háskólapróf fyrir 2 árum og nú á 3 ári er hann bara bæjarstjóri... ! Þetta hlítur að reddast hjá okkur ;)

Anonymous said...

Okei þá...
en ef þetta reddast ekki þá eruð þið ábyrgar því þið sögðuð að þetta mundi reddast.

Anonymous said...

Þú mátt nú þá alltaf fá vinnu hjá mér á Bessastöðum í framtíðinni... t.d. ræstitæknir á góðum launum ;)

Kristin Lilja said...

Þú ert allavegana besti myndasögugerðarmaður sem ég þekki.. Og það er alltaf að aukast að fólk sé að teikna myndasögur.. Stofnaðu bara Myndasögufyrirtækið Comics art group og vertu ríkur.. Jájá!