9.11.05

Hér með er blogspot síðan mín búin að líta dagsins ljós

Já ég hef heyrt það að það sé svo svakalega költ og inn að hafa svona blogspot síða að ég ákvað að slá til.

Ég er ekkert að fara að leggja niður hina síðuna mína (www.le-villain.tk)... þessi verður bara með öðru sniði. Þú mátt búast við að lesa hérna lífsreynslu sögur og hugsanir mínar sem þú hefur hvorki löngun né gott af því að heyra. Þú getur búist við one-linerum eða heilli ritgerð... það er aldrei að vita.
Hér mun ég leyfa mér að setja jafnt grunnhyggnar sem djúpar pælingar, en mér finnst ég ekki hafa svigrúm til þess á blog.central, þar er í raun einungis hægt að segja frá hversdagslegum hlutum og svoleiðis.
Ég ætla ekki að hafa linka á þessari síðu og ætlast ekki heldur til þess af öðrum að vera eitthvað að linka á mig, mér er sama þó enginn kommenti en býð þó upp á þann valmöguleika. Mér er eiginlega líka sama hvort einhver lesi þetta, svo lengi sem ég get drullað hlutum sem þjaka mig útúr höfðinu/hjartanu mínu og á blað/internet síðu.
Ég held að þetta sé í raun það sama og drengur sem ég þekki gerði undir dulnefninu Mr.Jones, mér fannst það alltaf svo skemmtileg lesning. Ef ég gæti fetað í fótspor hans þá væri það sannur heiður.

4 comments:

Anonymous said...

haha villi-maðurinn strikes again ! :D

Anonymous said...

Já...ég verð nú bara hrærður. En MrJones. Hann var rosalegur. Hikaði ekki við að blanda bældnum sjálfsfróunum, ríðingum, þunglyndi og fleira til á milli línanna. Ég bíð spenntur. Gangi þér vel!

Anonymous said...

Alright .. .go Villi the mill . . . yeahh .. cowboy :)

Anonymous said...

Já... ég mun nú sennilega hafa link héðan inná blog.central og öfugt...

Til að forðast allan misskilning þá mun þetta ekki vera eins og Mr.Jones síðan í þeim skilningi að ég muni blanda bældnum sjálfsfróunum, ríðingum, þunglyndi og fleira til á milli línanna. Heldur meira bara að segja það sem býr í kollinum á mér...