Ég get ekki sagt annað en að ég hlakki til jólaprófanna...
Skólinn er ekki að gera sig þessa daganna, þess vegna eru jólaprófin kærkomin ásamt jólafríinu. Ég held þó ekkert sérstaklega uppá prófin en þau eru skárri en þessi ansvítans prísund sem við kjósum að kalla skóla.
Í prófunum getur maður lært eftir því hvernig liggur á manni og uppsker svosem eftir því. Þá hefur maður líka tíma til þess að gera aðra hluti samhliða lærdómnum, eins og t.d. að blogga sem ég spái að verði mun meira um hjá flestum bloggurum landsins. Maður verður reyndar sjúklega anti-social í prófunum en það er svosem fínt svona fyrir jólafríið.
Talandi um fríið... það verður frí hjá mér, ég ætla sko ekki að fara að vinna eins og einhver tík. Ég ætla að vaka til 4 á nóttunni og vakna kl. 3 næsta dag. Ég ætla hanga inni sólarhringum saman og ekki eiga samskipti við annað fólk svo dögum skiptir. Inná milli mun ég svo eiga of mikil samskipti við fólk. T.d. öll jólaboðin og áramótin. Of miklir kossar fyrir mig.
Svo mun ég líka horfa á Tommy Boy
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
vá flottur titill!
ég er samt svo innilega sammála þér sko. það er ótrúlegt hvað maður hefur allt í einu miklu meiri tíma til að vera á netinu eftir að prófin byrjuðu heldur en áður að þau byrjuðu..
æji þetta er skrítið!
Já ég er sammála að upplestrarfrí er betra en að hanga í skólanum marga klukkutíma á dag og læra um would or should eða horfa á mynd í frönsku... þegar maður gæti verið að fara í handahlaup eða eitthvað annað uppbyggilegra..
Post a Comment