26.3.06

Scum of the earth...

Úff... Rasistar.

Ég var að keppa gegn Njarðvík í Reykjaneshöllini áðan og þar komu fyrir hinar ýmsu fígúrur sem ég hélt að væru ekki til.
Fyrst var það rasistinn sem að lét útúr sér: "Farðu heim til þín, Tælendingurinn þinn" við liðsfélaga minn. Okei, hann sagði þetta í hita leiksins og okkar lið missti sig náttúrulega og nokkrir ætluðu að vaða í þennan gaur. Svo var það maðurinn sem stal showinu, lögreglumaðurinn meðal áhorfenda sem kom og reyndi að skarast í leikinn. Það endaði með því að rasistanum var skipt útaf fyrir annan leikmann á meðan markverðinum okkar var vísað af velli. Á endanum kom löggan og sagði markverðinum okkar að hann mætti ekki vera í húsinu. Ég talaði á rólegu nótunum við lögguna og hann sagði: "já þú veist nú ekkert hvað kynþátta misrétti er. Hvaðan er þessi strákur, er hann ekki frá Asíu? já þá er þetta ekki rasismi"
Mér blöskraði, ég lét nú reyndar útúr mér nokkur vel valinn blótsyrði um fávisku þessa manns. Seinna kom svo í ljós að þessi lögga var pabbi rasistans í Njarðvík, ekki í starfsliði Njarðvíkur né KSÍ en virtist samt hafa réttinn til að reka menn útúr almennings byggingum. Ég veit nú ekki til þess að hann hafi verið á vakt. Jafnvel að maðurinn hafi ekki verið lögga, kannski er konan hans lögga og hann fékk bara lánaða flíspeysuna hennar. Svo var maður á hækjum sem virtist ágætur, hrósaði okkar mönnum sem áttu það skilið og var ekkert að verja rasismann hjá Njarðvíkingum.
Svo spjallaði ég við þjálfarann sem virtist bæði ágætur og algjörlega tómur í hausnum. Hann sagði að við þyrftum bara að taka á þessum rasisma sjálfir, en tók þó sökina á sitt lið að örlitlu leyti.

Við höfum nú náð okkur í óvini víðsvegar um landið, Njarðvík, Grindavík, Garðabær og Vestmannaeyjar. Við spilum aftur við 3 af þessum liðum í sumar. Það ætti að verða fjör.

Rasistar eru drasl.

No comments: