23.2.07

Sólskin og fínerí...

Í dag var fáránlega gott veður og dagurinn í raun bara geðveikur. Mér datt í hug að setja inná lög sem væru lýsandi fyrir þennan dag og ef lagið "Fallegur Dagur" með Bubba væri eitthvað gott þá væri það hérna... en það er ekki gott. En þessi lög eru öll góð. Atmosphere fékk að fljóta með, því hann er bestur.


Rise Against - Swing Life Away


Elliott Smith - Twilight


Ramones - What A Wonderful World


Belle & Sebastian - If She Wants Me


Atmosphere - The Woman With The Tattoed Hands

20.2.07

Göturnar og fleira

Mike Skinner (The Streets) fékk eitthvað diss eftir nýjasta diskinn sinn, ég veit ekki betur en að þetta lag, "Never Went To Church" sé af honum en mér þykir það bara mjög fínt lag. Gagnrýnendur eru kannski bara flestir hálfvitar.



Mike Skinner er einnig viðloðandi þetta lag "Routine Check" með The Mitchell Brothers. Kannski ekki nein snilld en skemmtileg tilbreyting. Þeir komu einmitt á Airwaves í hittí fyrra en ég asnaðist til að tékka ekki á þeim.



Enjoy...

14.2.07

Freysi fullur...

Ég á svo mikið líf að ég horfði á kastljósið í gær, þar var gerð tilraun á Freysa (Andra Frey úr Capone) þar sem hann var helltur fullur og látinn keyra í eitthverjum hermi með mjög fyndnum afleiðingum... Þetta má sjá hér

BTW
Ég sakna Capone, nú hlusta ég á útvarpsfréttir á morgnana á leiðinni í skólann...

12.2.07

Times they are a-changing...

Já... Ég hef aldrei haldið sérstaklega uppá Dylan en hann er góður. Sérstaklega í gamla daga. Þessi upptaka er einmitt skemmtilega gömul og illa farin.

7.2.07

Dance you goddamn monkey

Ég hélt að kúl fólk dansaði ekki...



...Sage Francis afsannaði það algjörlega

5.2.07

O, brother where art thou?

Ég held að ég hafi aldrei ekki séð bróðir minn í svona langan tíma(flókið að orða þessa setningu, ef þú fatter ekki merkinguna, lestu hana aftur hægt). Bara síðan ég fæddist, jú maður hefur farið til útlanda og ekki hitt hann í svona 2 vikur en núna er næstum liðinn mánuður og ég hef ekkert séð hann. Hann er sennilega sá sem ég hef umgengist mest af öllum síðan ég fæddist. Ég veit ekki hvernig þetta verður þegar maður verður eldri og mun ekki hitta systkini sín daglega eða amk vikulega. Skrýtið örugglega.

Auðvitað er það skrýtið að hann sé ekki hérna og það hefur sína kosti og galla. Síðan ég man eftir mér hef ég verið undir vernd, áhrifum eða leiðsögn hans. Veit ekki hvort það er gott eða slæmt. En mér finnst ég hafa breyst frekar mikið núna á þessum tíma sem hann hefur verið í burtu. Þetta er eins og einhver minnignargrein. Hann er nú að koma aftur, reyndar ekki strax en einhverntíman. Vonandi.

Bróðir minn er eitthvað að röfla um að enginn sakni hans, það er ekki satt.