Ég held að ég hafi aldrei ekki séð bróðir minn í svona langan tíma(flókið að orða þessa setningu, ef þú fatter ekki merkinguna, lestu hana aftur hægt). Bara síðan ég fæddist, jú maður hefur farið til útlanda og ekki hitt hann í svona 2 vikur en núna er næstum liðinn mánuður og ég hef ekkert séð hann. Hann er sennilega sá sem ég hef umgengist mest af öllum síðan ég fæddist. Ég veit ekki hvernig þetta verður þegar maður verður eldri og mun ekki hitta systkini sín daglega eða amk vikulega. Skrýtið örugglega.
Auðvitað er það skrýtið að hann sé ekki hérna og það hefur sína kosti og galla. Síðan ég man eftir mér hef ég verið undir vernd, áhrifum eða leiðsögn hans. Veit ekki hvort það er gott eða slæmt. En mér finnst ég hafa breyst frekar mikið núna á þessum tíma sem hann hefur verið í burtu. Þetta er eins og einhver minnignargrein. Hann er nú að koma aftur, reyndar ekki strax en einhverntíman. Vonandi.
Bróðir minn er eitthvað að röfla um að enginn sakni hans, það er ekki satt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
ohhhh en sætt!
einhvurnveginn einhverskonar langaði mig að vera bróðir þinn þegar ég las þetta
eg tarast bara... eg sakna ykkar lika.
þetta er falleg minningargrein
brother to brother
yours in life and death
Post a Comment