Blogg sökka... Þannig séð. Ég hef farið í gegnum nokkur blogg-skeið. Dagbókar bloggið, djamm bloggið, tónlistar/bíómynda blogg.
En á Airwaves fékk ég þá snilldar hugmynd að byrja að blogga aftur. Ég var að sjálfsögðu undir áhrifum áfengis.
Ég ætla ekki að hafa eitthvað sérstakt "tónlistar" blogg eða neitt svoleiðis, bara það sem tengist mínum áhugamálum.
Here we go...
Airwaves:
Iceland airwaves heppnaðist mjög vel í ár. Íslensku hljómsveitirnar voru margar hverjar geðveikar.
Á miðvikudeginum sá ég Original Melody, B.Sig, <3Svanhvít, Naflakusk, Vicky Pollard, Alræði Öreiganna og XXXRottweiler.
Original Melody fannst mér góðir, þeir voru með grípandi lög og virkuðu nokkuð svalir. Mér fannst textarnir þeirra sumir lélegir, ég þoli ekki texta um bling, djamm og kellingar.
B.Sig var frábær, hefði frekar átt að spila um 11-12 leytið á fimmtudegi eða föstudegi þegar fólk væri svolítið í því og nennti að dansa, því ef eitthverntíman er viðeigandi að dansa þá er það við svona tónlist. Mjög hresst og flott gamaldags rokk.
<3 Svanhvít var hresst að venju. Kannski of mikill hressleiki í gangi. Tónlistin þeirra er skemmtileg og flott þrátt fyrir að vera ásamt sviðsframkomunni eitt stórt chaos. Vel framkvæmt chaos engu að síður.
Naflakusk ákvað ég að gefa séns. Þrátt fyrir ófrumlegt nafn og að hljóma almennt óspennandi ákvað ég að hlusta á þau. Því hefði ég betur sleppt. Ætla ekki að eyða fleiri orðum í það.
Vicky Pollard voru góð. Hvorki meira né minna. Voðalega lítið um það að segja, lögin voru ekki sérstaklega frumleg né skemmtileg, en alls ekki léleg.
Alræði Öreiganna voru mjög góðir. Þeir sakna upprunalega trommarans síns greinilega en voru þrátt fyrir það mjög öflugir, sviðsframkoman skemmtileg og spilagleðin skein í gegn. Lögin útúrsýrð að venju og ég hefði viljað heyra meira af nýjum lögum beint frá þeim, en lögin úr Pétri og Úlfinum eru engu að síður mjög góð.
XXXRottweiler sá ég síðast. Ég náði bara 4-5 síðustu lögunum og mér fannst þau nokkuð góð. Glænýtt lag sem eingöngu snérist um að ræpa yfir atvinnukrimmann Móra fannst mér standa uppúr, ásamt gömlu slögurunum sem þeir tóku eftir uppklapp. Öflug rapphljómsveit þó mér þyki þeir flestir asnalegir.
Á fimmtudeginum sá ég My Summer As a Salvation Soldier, Lay Low, Gavin Portland og Bronx.
My Summer As A Salvatio Soldier (Þórir) var fínn. Mér hefur alltaf þótt hann mun betri, en ég kvarta ekki yfir þessu. Nýja efnið hans er alls ekki það besta sem hann hefur gert, en það er samt sem áður mjög gott. Ég mun eflaust fá mér næsta disk.
Lay Low (Lovísa) var mjög skemmtileg. Hún flutti þekktustu lögin af Pleas don't hate me plötunni og gerði það frábærlega. Ég hefði samt viljað heyra eitthvað nýtt.
Gavin Portland voru geðveikir eins og venjulega. Stemmningin á þessum tónleikum var rosaleg. Hljómsveitin var líka fáránlega þétt og góð á sviði. Sennilega besta performance-ið sem ég sá á airwaves.
Bronx voru líka góðir. Þetta var hardcore sveit sem ég hafði aldrei heyrt í og þess vegna komu þeir mér mjög skemmtilega á óvart. Öll sviðsframkoma og stemmning var geðveik og þar af leiðandi voru þetta geðveikir tónleikar.
Á föstudeginum fór ég á Enkídu, Benny Crespo's Gang, Forgotten Lores, Buck 65 og I Adapt.
Enkídu (Doddi) var góður. Ég missti reyndar af byrjuninni og frétti að það hefðu verið eitthver vandamál með hljóðið eða eitthvað en það sem ég sá virtist heppnast mjög vel. Ég væri meira en til í að eiga full length disk með þessari tónlist.
Benny Crespo's Gang voru mjög góð. Þetta er sennilega ein besta rokkhljómsveit landsins. Ef ekki sú besta. Allir hljóðfæraleikararnir eru mjög færir og sömuleiðis eru þau öll prýðis söngvarar (veit reyndar ekki með trommarann). Það er alltaf verið að tala um hvað trommarinn þeirra er geðveikur og það eru engar ýkjur.
Forgotten Lores voru skemmtilegir. Það er alltaf gaman að heyra svona almennilegt íslenskt rapp, sem fjallar líka um eitthvað skemmtilegt. Frábærir textar og geðveikir taktar. Sviðsframkoman ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Buck 65 var ofursvalur. Mjög flott tónlist sem minnti mig aðallega á Sage Francis, þó að hann hafi líka hljómað svipað og Atmosphere. Skemmtilegt indí rapp með svölum textum og grípandi töktum.
I Adapt voru fokking geðveikir. Performancið var geðveikt, Birkir var með alla sviðsframkomu á hreinu og leyfði áhorfendum að vera með. Standa eiginlega jafnfætis Gavin Portland tónleikunum, þó ég hafi verið minna ölvaður á þessum. Geðveikir tónleikar.
Á laugardeginum sá ég Annuals og Bloc Party.
Annuals var allt í lagi. Mér fannst það mátulega skemmtilegt, þetta var frumlegt og kraftmikið, enda voru þau með 2 trommusett í flestum lögum. En ekkert laganna var sérlega grípandi.
Bloc Party voru góðir. Ég var fremst í lisasafninu, edrú þegar þeir byrjuðu og stemmningin þar var ömurleg, þar voru bara grúppíur sem voru að reyna að troðast fremst, hoppa og öskra. Það skemmdi pínu fyrir. En ég færði mig aftar þar sem fín stemmning var og maður heyrði lögin vel. Það var mjög gaman að heyra þá spila lög af Silent Alarm, enda hef ég lítið kynnt mér hinn diskinn.
Á sunnudeginum fór ég og sá Sudden Wether Change og Cut off your hands.
Sudden Wether Change voru mjög góðir, ég er virkilega að fíla tónlistina þeirra. Væri alveg til í að eiga disk með lögunum þeirra. Sunnudagur var ekki beint hentugur fyrir þá, enda höfðu þeir einnig spilað á föstudeginum en ég missti af þeim þá.
Cut off your hands voru góðir. Þetta var skemmtileg tónlist og hljómsveitin var hress, en áhorfendurnir voru það almennt ekki, þar með talinn ég.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment