11.1.08

Nei. Nei,nei,nei,nei,nei...

Ég missi af lokatónleikum I Adapt. Þeir verða laugardaginn 2.feb, viku eftir að ég fer til Ástralíu. Það er ömurlegt.

Ég geri ráð fyrir að þetta verði fáránlega góðir tónleikar. Ég uppgötvaði þetta band alltof seint, ég hef bara séð þá u.þ.b. 5 sinnum live og mjög sjaldan hef ég séð þá spila bestu lögin sín. En þeir ætla að taka lög eins og I Wish, Revolt og Blamegame á þessum tónleikum.

Tónleikarnir verða í TÞM 2.febrúar, allir (báðir(bjartsýni)) sem lesa þetta vinsamlegast farið á þessa tónleika, þetta er síðasti séns að sjá þessa hljómsveit. Skemmir ekki fyrir að Gavin Portland hita upp, þeir eru alls ekki síðri.

Ég vona bara að þetta verði tekið upp.

10.1.08

..:I:..

Hæ. Bráðum fer ég til Ástralíu. Eftir 16 daga til að hafa það á hreinu. Í huganum er þetta algjör draumaferð. En ég er pínu stressaður að það eigi eftir að vera doldið vesen, við vitum ekkert um samgöngur þarna og erum hvorki búnir að bóka hótel né redda íbúð. Svo megum við ekki vinna, því verðum við að finna eitthvað að gera. Mig langar að fara í eitthvað local fótbolta lið þarna og læra að surfa. En þetta tvennt í tæpa 5 mánuði. Maður verður örugglega að finna eitthvað meira að gera ef manni á ekki að leiðast.

Klukkan er 3:33 á miðvikudagsnótt og ég er alveg að míga í mig.

Góða nótt.