Það er mikið að gera hjá mér þessa daganna, en samt ekki.
Ég er að vinna frekar mikið, sem er ágætt. Þá fæ ég peninga.
Háskólinn byrjar svo eftir ca. 2 vikur.
Annars eru The Neighbours líka að æfa og spila reglulega sem er mjög gaman.
En það sem mér finnst leiðinlegast er hvað ég fer roooosalega illa með frítímann minn. Ef ég er ekki að drekka, þá er ég í playstation eða hangandi í tölvunni að vafra um netsíður. Sem flestar eru ómerkilegar. Svo fer ég á www.surfthechannel.com og streama Scrubs þætti. Það er mjög gaman, en algjör waste of time.
Inn þessa daganna:
The Neighbours og Slugs fyllerístónleikar
Amerískt hardcore-punk
Folk Punk
Scrubs
Að keyra heim úr Hreðavatnsskála eftir að það rökkvar
Ekki inn:
Miðaldra drukknar konur á Eric Clapton tónleikum
Fólk sem pantar sjávarréttapizzur (Hugsanlega sama fólkið)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment