20.8.08

Vá...

Það er alveg sama hvað ég reyni að taka til inni hjá mér, ég bý bara til meira drasl.

Reyndar fann ég jóladiskinn, Hó, hó, hó með The Neighbours í þessari tiltekt minni, mjög sáttur.

13.8.08

Slökktu nú á helvítis heilanum...

Það er mikið að gera hjá mér þessa daganna, en samt ekki.

Ég er að vinna frekar mikið, sem er ágætt. Þá fæ ég peninga.
Háskólinn byrjar svo eftir ca. 2 vikur.

Annars eru The Neighbours líka að æfa og spila reglulega sem er mjög gaman.

En það sem mér finnst leiðinlegast er hvað ég fer roooosalega illa með frítímann minn. Ef ég er ekki að drekka, þá er ég í playstation eða hangandi í tölvunni að vafra um netsíður. Sem flestar eru ómerkilegar. Svo fer ég á www.surfthechannel.com og streama Scrubs þætti. Það er mjög gaman, en algjör waste of time.

Inn þessa daganna:
The Neighbours og Slugs fyllerístónleikar
Amerískt hardcore-punk
Folk Punk
Scrubs
Að keyra heim úr Hreðavatnsskála eftir að það rökkvar

Ekki inn:
Miðaldra drukknar konur á Eric Clapton tónleikum
Fólk sem pantar sjávarréttapizzur (Hugsanlega sama fólkið)

30.7.08

Kominn heim, tími til að blogga aftur

Já, það er u.þ.b. einn og hálfur mánuður síðan að ég kom heim. Þannig að mér datt í hug að blogga hérna aftur. Mér þótti það einu sinni gaman.

Þessa daganna er ég bara að vinna upp í hreðavatnsskála 3-4 af hverjum 6 dögum. Það er ágætt fyrir utan það að maður er lengst upp í sveit. Ég er svo að fara í háskólann að ágúst loknum. Fáránlegt að segja það en mig hlakkar pínu til. Oj barasta.

Ég fór á The Dark Knight áðan, alveg sama hversu mikið hype er í kringum þessa mynd, hún er ógeðslega góð. Christian Bale er of svalur, Heath Ledger er bókstaflega geðveikur og allir aðrir standa algjörlega undir væntingum. Hrottalega góð mynd og mig langar að sjá hana aftur. Strax.

11.1.08

Nei. Nei,nei,nei,nei,nei...

Ég missi af lokatónleikum I Adapt. Þeir verða laugardaginn 2.feb, viku eftir að ég fer til Ástralíu. Það er ömurlegt.

Ég geri ráð fyrir að þetta verði fáránlega góðir tónleikar. Ég uppgötvaði þetta band alltof seint, ég hef bara séð þá u.þ.b. 5 sinnum live og mjög sjaldan hef ég séð þá spila bestu lögin sín. En þeir ætla að taka lög eins og I Wish, Revolt og Blamegame á þessum tónleikum.

Tónleikarnir verða í TÞM 2.febrúar, allir (báðir(bjartsýni)) sem lesa þetta vinsamlegast farið á þessa tónleika, þetta er síðasti séns að sjá þessa hljómsveit. Skemmir ekki fyrir að Gavin Portland hita upp, þeir eru alls ekki síðri.

Ég vona bara að þetta verði tekið upp.

10.1.08

..:I:..

Hæ. Bráðum fer ég til Ástralíu. Eftir 16 daga til að hafa það á hreinu. Í huganum er þetta algjör draumaferð. En ég er pínu stressaður að það eigi eftir að vera doldið vesen, við vitum ekkert um samgöngur þarna og erum hvorki búnir að bóka hótel né redda íbúð. Svo megum við ekki vinna, því verðum við að finna eitthvað að gera. Mig langar að fara í eitthvað local fótbolta lið þarna og læra að surfa. En þetta tvennt í tæpa 5 mánuði. Maður verður örugglega að finna eitthvað meira að gera ef manni á ekki að leiðast.

Klukkan er 3:33 á miðvikudagsnótt og ég er alveg að míga í mig.

Góða nótt.