10.11.09

Megas og sjitt.

Ég byrjaði að kynna mér Megas í sumar. Ég hafði aldrei fílað hann, nema í tvíhöfðasketsinum "Megas eða mongólíti"(held ég að hann hafi heitið). En ég keypti mér Millilendingu og svo hef ég komist yfir nokkra Megasar slagara s.s. Fílahiriðirinn frá Súrín, Spáðu í mig og Tvær stjörnur. Ég er ekki frá því að Megas sé djöfulsins snilld. En ég ætla ekki að lýsa því yfir að ég sé einhver die hard aðdáandi, en músíkin hans og textarnir eru oft frábær. Sérstaklega textarnir.

Annars komst ég að fleiru í sumar.
T.d.

Níhilismi: Hver skiptir máli? Ekki ég.
Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér (sérstaklega á sumrin).
Ef þú færð þér Jagerbomb á ellefunni, þá manstu ekki eftir að hafa verið þar (og ert rukkaður um mismikið, eftir því hver afgreiðir þig (pólverjar rukka meira)).
Ég get rennt mér á hjólabretti (og ég get dottið, en það gerist sjaldan).

Ég sakna sumarsins.
Veturinn er samt ágætlega fljótur að líða.
Ég hlakka þó ekki til í janúar. Janúar er svo kaldur og dimmur.
Og maður er með jólaþynnku.

No comments: