Ég er að reyna að plata sjálfan mig til að lenda í geðveikt mikilli tilvistarkreppu þegar ég verð tuttugu og tveggja ára.
Hvað hef ég afrekað? Ég á engin börn, ég á engan bíl, ég á bara 14" sjónvarp með innbyggðu vhs tæki.
Ég kemst ekki í u21 landsliðið (eða var það eftir að ég varð tuttugu og eins? Kannski þess vegna sem Eyjólfur Sverris dílítaði mér á facebook).
Ég bý heima hjá mömmu og pabba og á mínus 10.000 krónur. Ég á eitt nothæft skópar. Ég á einn of snyrtilegan jakka og einn ósnyrtilegan.
Börnin í hverfinu hrópa blótsyrði að mér og eru ekkert hrædd við mig.
Ég fann hvítt hár í skegginu mínu. Reyndar fann ég fullt af þeim. Mér vex eiginlega bara hvítt skegg. Hvað á það að þýða, er ég ekki að verða tuttugu og tveggja ára?
Tuttugu og tveggja.
22.
Það er ógeðslega döll eitthvað.
Lag dagsins:
Bright Eyes - Make war
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment