15.12.07
The grass is always greener on the other side they say..
..I'll make my own side the other and be satisfied that way.
Þetta sagði Þórir eitt sinn og eitthvað gáfumenni sagði fyrri partinn á undan honum.
Það er óþolandi hvað þetta er satt. Ég þoldi ekki þegar ég heyrði útskrifaða kvenskælinga tala um hvað þeir söknuðu Kvennó. Ekki segja neinum að ég hafi sagt þetta, en ég sakna Kvennó oft.
Ég er að vinna uppí hreðavatnsskála þessa daganna. Að baka pítsur fyrir sveitalubba, nemendur í bifröst, sveitta flutningabílstjóra og pólverja.
Vakna kl. ca 12 mæti í vinnu 2 mín seinna og vinn svo til rúmlega 22. Það gefst ekki mikill tími í annað en vinnu hérna. Svo horfi ég á sjónvarp og tölvu til ca. 4 á nóttunni.
Að öðru. Mig langar í diska með Flogging Molly og Dropkick Murphys. Þetta Celtic punk er að virka fáránlega vel á mig. Annars virðis ég vera með nett ógeð á tónlist þessa daganna. Mér finnst allt svo lélegt og ómögulegt.
Dropkick Murhys lag
Flogging Molly lag
Þetta sagði Þórir eitt sinn og eitthvað gáfumenni sagði fyrri partinn á undan honum.
Það er óþolandi hvað þetta er satt. Ég þoldi ekki þegar ég heyrði útskrifaða kvenskælinga tala um hvað þeir söknuðu Kvennó. Ekki segja neinum að ég hafi sagt þetta, en ég sakna Kvennó oft.
Ég er að vinna uppí hreðavatnsskála þessa daganna. Að baka pítsur fyrir sveitalubba, nemendur í bifröst, sveitta flutningabílstjóra og pólverja.
Vakna kl. ca 12 mæti í vinnu 2 mín seinna og vinn svo til rúmlega 22. Það gefst ekki mikill tími í annað en vinnu hérna. Svo horfi ég á sjónvarp og tölvu til ca. 4 á nóttunni.
Að öðru. Mig langar í diska með Flogging Molly og Dropkick Murphys. Þetta Celtic punk er að virka fáránlega vel á mig. Annars virðis ég vera með nett ógeð á tónlist þessa daganna. Mér finnst allt svo lélegt og ómögulegt.
Dropkick Murhys lag
Flogging Molly lag
6.12.07
Til heiðurs I Adapt
I Wish (Besta lag ever)
Þeir eru víst hættir. Svo njótið á meðan þið getið. Sennilega 2 tónleikar eftir.
30.11.07
Ég var eitthvað að heyra...
... að blogg væri ekki inn lengur.
What? Er fólk orðið klikkað, blogg er og verður alltaf mega kúl.
Annars er ég búinn að splæsa í miða til Ástralíu.
Þann 26.janúar verð ég bara "surfin the A.U.S."
Niiiiiiice.
What? Er fólk orðið klikkað, blogg er og verður alltaf mega kúl.
Annars er ég búinn að splæsa í miða til Ástralíu.
Þann 26.janúar verð ég bara "surfin the A.U.S."
Niiiiiiice.
22.11.07
Þetta helst:
atmosphere, gym class heroes, sage francis, beastie boys, modest mouse.
rescue me, how i met your mother.
Svo vaki ég til ca 4 á nóttinni og hlusta/horfi á e-ð af þessu.
Vonandi verð ég kominn til Ástralíu eftir tæpa 2 mánuði ef allt gengur eftir.
rescue me, how i met your mother.
Svo vaki ég til ca 4 á nóttinni og hlusta/horfi á e-ð af þessu.
Vonandi verð ég kominn til Ástralíu eftir tæpa 2 mánuði ef allt gengur eftir.
17.11.07
bla
Rescue me eru geðveikir þættir.
Smáís sökkar, ekki það að ég sé iðinn við að downloada, en ég horfi soldið á þætti sem eitthver hefur downloadað fyrir mig. Og mér finnst það fínt.
Hvað hefur annars smáís gert til þess að verðskulda að græða á íslenskum listamönnum? Ekki eru þeir að stunda það frítt að nöldra í fólki um að það megi ekki downloada.. er það?
Smáís sökkar, ekki það að ég sé iðinn við að downloada, en ég horfi soldið á þætti sem eitthver hefur downloadað fyrir mig. Og mér finnst það fínt.
Hvað hefur annars smáís gert til þess að verðskulda að græða á íslenskum listamönnum? Ekki eru þeir að stunda það frítt að nöldra í fólki um að það megi ekki downloada.. er það?
25.10.07
Blogggggg
Blogg sökka... Þannig séð. Ég hef farið í gegnum nokkur blogg-skeið. Dagbókar bloggið, djamm bloggið, tónlistar/bíómynda blogg.
En á Airwaves fékk ég þá snilldar hugmynd að byrja að blogga aftur. Ég var að sjálfsögðu undir áhrifum áfengis.
Ég ætla ekki að hafa eitthvað sérstakt "tónlistar" blogg eða neitt svoleiðis, bara það sem tengist mínum áhugamálum.
Here we go...
Airwaves:
Iceland airwaves heppnaðist mjög vel í ár. Íslensku hljómsveitirnar voru margar hverjar geðveikar.
Á miðvikudeginum sá ég Original Melody, B.Sig, <3Svanhvít, Naflakusk, Vicky Pollard, Alræði Öreiganna og XXXRottweiler.
Original Melody fannst mér góðir, þeir voru með grípandi lög og virkuðu nokkuð svalir. Mér fannst textarnir þeirra sumir lélegir, ég þoli ekki texta um bling, djamm og kellingar.
B.Sig var frábær, hefði frekar átt að spila um 11-12 leytið á fimmtudegi eða föstudegi þegar fólk væri svolítið í því og nennti að dansa, því ef eitthverntíman er viðeigandi að dansa þá er það við svona tónlist. Mjög hresst og flott gamaldags rokk.
<3 Svanhvít var hresst að venju. Kannski of mikill hressleiki í gangi. Tónlistin þeirra er skemmtileg og flott þrátt fyrir að vera ásamt sviðsframkomunni eitt stórt chaos. Vel framkvæmt chaos engu að síður.
Naflakusk ákvað ég að gefa séns. Þrátt fyrir ófrumlegt nafn og að hljóma almennt óspennandi ákvað ég að hlusta á þau. Því hefði ég betur sleppt. Ætla ekki að eyða fleiri orðum í það.
Vicky Pollard voru góð. Hvorki meira né minna. Voðalega lítið um það að segja, lögin voru ekki sérstaklega frumleg né skemmtileg, en alls ekki léleg.
Alræði Öreiganna voru mjög góðir. Þeir sakna upprunalega trommarans síns greinilega en voru þrátt fyrir það mjög öflugir, sviðsframkoman skemmtileg og spilagleðin skein í gegn. Lögin útúrsýrð að venju og ég hefði viljað heyra meira af nýjum lögum beint frá þeim, en lögin úr Pétri og Úlfinum eru engu að síður mjög góð.
XXXRottweiler sá ég síðast. Ég náði bara 4-5 síðustu lögunum og mér fannst þau nokkuð góð. Glænýtt lag sem eingöngu snérist um að ræpa yfir atvinnukrimmann Móra fannst mér standa uppúr, ásamt gömlu slögurunum sem þeir tóku eftir uppklapp. Öflug rapphljómsveit þó mér þyki þeir flestir asnalegir.
Á fimmtudeginum sá ég My Summer As a Salvation Soldier, Lay Low, Gavin Portland og Bronx.
My Summer As A Salvatio Soldier (Þórir) var fínn. Mér hefur alltaf þótt hann mun betri, en ég kvarta ekki yfir þessu. Nýja efnið hans er alls ekki það besta sem hann hefur gert, en það er samt sem áður mjög gott. Ég mun eflaust fá mér næsta disk.
Lay Low (Lovísa) var mjög skemmtileg. Hún flutti þekktustu lögin af Pleas don't hate me plötunni og gerði það frábærlega. Ég hefði samt viljað heyra eitthvað nýtt.
Gavin Portland voru geðveikir eins og venjulega. Stemmningin á þessum tónleikum var rosaleg. Hljómsveitin var líka fáránlega þétt og góð á sviði. Sennilega besta performance-ið sem ég sá á airwaves.
Bronx voru líka góðir. Þetta var hardcore sveit sem ég hafði aldrei heyrt í og þess vegna komu þeir mér mjög skemmtilega á óvart. Öll sviðsframkoma og stemmning var geðveik og þar af leiðandi voru þetta geðveikir tónleikar.
Á föstudeginum fór ég á Enkídu, Benny Crespo's Gang, Forgotten Lores, Buck 65 og I Adapt.
Enkídu (Doddi) var góður. Ég missti reyndar af byrjuninni og frétti að það hefðu verið eitthver vandamál með hljóðið eða eitthvað en það sem ég sá virtist heppnast mjög vel. Ég væri meira en til í að eiga full length disk með þessari tónlist.
Benny Crespo's Gang voru mjög góð. Þetta er sennilega ein besta rokkhljómsveit landsins. Ef ekki sú besta. Allir hljóðfæraleikararnir eru mjög færir og sömuleiðis eru þau öll prýðis söngvarar (veit reyndar ekki með trommarann). Það er alltaf verið að tala um hvað trommarinn þeirra er geðveikur og það eru engar ýkjur.
Forgotten Lores voru skemmtilegir. Það er alltaf gaman að heyra svona almennilegt íslenskt rapp, sem fjallar líka um eitthvað skemmtilegt. Frábærir textar og geðveikir taktar. Sviðsframkoman ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Buck 65 var ofursvalur. Mjög flott tónlist sem minnti mig aðallega á Sage Francis, þó að hann hafi líka hljómað svipað og Atmosphere. Skemmtilegt indí rapp með svölum textum og grípandi töktum.
I Adapt voru fokking geðveikir. Performancið var geðveikt, Birkir var með alla sviðsframkomu á hreinu og leyfði áhorfendum að vera með. Standa eiginlega jafnfætis Gavin Portland tónleikunum, þó ég hafi verið minna ölvaður á þessum. Geðveikir tónleikar.
Á laugardeginum sá ég Annuals og Bloc Party.
Annuals var allt í lagi. Mér fannst það mátulega skemmtilegt, þetta var frumlegt og kraftmikið, enda voru þau með 2 trommusett í flestum lögum. En ekkert laganna var sérlega grípandi.
Bloc Party voru góðir. Ég var fremst í lisasafninu, edrú þegar þeir byrjuðu og stemmningin þar var ömurleg, þar voru bara grúppíur sem voru að reyna að troðast fremst, hoppa og öskra. Það skemmdi pínu fyrir. En ég færði mig aftar þar sem fín stemmning var og maður heyrði lögin vel. Það var mjög gaman að heyra þá spila lög af Silent Alarm, enda hef ég lítið kynnt mér hinn diskinn.
Á sunnudeginum fór ég og sá Sudden Wether Change og Cut off your hands.
Sudden Wether Change voru mjög góðir, ég er virkilega að fíla tónlistina þeirra. Væri alveg til í að eiga disk með lögunum þeirra. Sunnudagur var ekki beint hentugur fyrir þá, enda höfðu þeir einnig spilað á föstudeginum en ég missti af þeim þá.
Cut off your hands voru góðir. Þetta var skemmtileg tónlist og hljómsveitin var hress, en áhorfendurnir voru það almennt ekki, þar með talinn ég.
En á Airwaves fékk ég þá snilldar hugmynd að byrja að blogga aftur. Ég var að sjálfsögðu undir áhrifum áfengis.
Ég ætla ekki að hafa eitthvað sérstakt "tónlistar" blogg eða neitt svoleiðis, bara það sem tengist mínum áhugamálum.
Here we go...
Airwaves:
Iceland airwaves heppnaðist mjög vel í ár. Íslensku hljómsveitirnar voru margar hverjar geðveikar.
Á miðvikudeginum sá ég Original Melody, B.Sig, <3Svanhvít, Naflakusk, Vicky Pollard, Alræði Öreiganna og XXXRottweiler.
Original Melody fannst mér góðir, þeir voru með grípandi lög og virkuðu nokkuð svalir. Mér fannst textarnir þeirra sumir lélegir, ég þoli ekki texta um bling, djamm og kellingar.
B.Sig var frábær, hefði frekar átt að spila um 11-12 leytið á fimmtudegi eða föstudegi þegar fólk væri svolítið í því og nennti að dansa, því ef eitthverntíman er viðeigandi að dansa þá er það við svona tónlist. Mjög hresst og flott gamaldags rokk.
<3 Svanhvít var hresst að venju. Kannski of mikill hressleiki í gangi. Tónlistin þeirra er skemmtileg og flott þrátt fyrir að vera ásamt sviðsframkomunni eitt stórt chaos. Vel framkvæmt chaos engu að síður.
Naflakusk ákvað ég að gefa séns. Þrátt fyrir ófrumlegt nafn og að hljóma almennt óspennandi ákvað ég að hlusta á þau. Því hefði ég betur sleppt. Ætla ekki að eyða fleiri orðum í það.
Vicky Pollard voru góð. Hvorki meira né minna. Voðalega lítið um það að segja, lögin voru ekki sérstaklega frumleg né skemmtileg, en alls ekki léleg.
Alræði Öreiganna voru mjög góðir. Þeir sakna upprunalega trommarans síns greinilega en voru þrátt fyrir það mjög öflugir, sviðsframkoman skemmtileg og spilagleðin skein í gegn. Lögin útúrsýrð að venju og ég hefði viljað heyra meira af nýjum lögum beint frá þeim, en lögin úr Pétri og Úlfinum eru engu að síður mjög góð.
XXXRottweiler sá ég síðast. Ég náði bara 4-5 síðustu lögunum og mér fannst þau nokkuð góð. Glænýtt lag sem eingöngu snérist um að ræpa yfir atvinnukrimmann Móra fannst mér standa uppúr, ásamt gömlu slögurunum sem þeir tóku eftir uppklapp. Öflug rapphljómsveit þó mér þyki þeir flestir asnalegir.
Á fimmtudeginum sá ég My Summer As a Salvation Soldier, Lay Low, Gavin Portland og Bronx.
My Summer As A Salvatio Soldier (Þórir) var fínn. Mér hefur alltaf þótt hann mun betri, en ég kvarta ekki yfir þessu. Nýja efnið hans er alls ekki það besta sem hann hefur gert, en það er samt sem áður mjög gott. Ég mun eflaust fá mér næsta disk.
Lay Low (Lovísa) var mjög skemmtileg. Hún flutti þekktustu lögin af Pleas don't hate me plötunni og gerði það frábærlega. Ég hefði samt viljað heyra eitthvað nýtt.
Gavin Portland voru geðveikir eins og venjulega. Stemmningin á þessum tónleikum var rosaleg. Hljómsveitin var líka fáránlega þétt og góð á sviði. Sennilega besta performance-ið sem ég sá á airwaves.
Bronx voru líka góðir. Þetta var hardcore sveit sem ég hafði aldrei heyrt í og þess vegna komu þeir mér mjög skemmtilega á óvart. Öll sviðsframkoma og stemmning var geðveik og þar af leiðandi voru þetta geðveikir tónleikar.
Á föstudeginum fór ég á Enkídu, Benny Crespo's Gang, Forgotten Lores, Buck 65 og I Adapt.
Enkídu (Doddi) var góður. Ég missti reyndar af byrjuninni og frétti að það hefðu verið eitthver vandamál með hljóðið eða eitthvað en það sem ég sá virtist heppnast mjög vel. Ég væri meira en til í að eiga full length disk með þessari tónlist.
Benny Crespo's Gang voru mjög góð. Þetta er sennilega ein besta rokkhljómsveit landsins. Ef ekki sú besta. Allir hljóðfæraleikararnir eru mjög færir og sömuleiðis eru þau öll prýðis söngvarar (veit reyndar ekki með trommarann). Það er alltaf verið að tala um hvað trommarinn þeirra er geðveikur og það eru engar ýkjur.
Forgotten Lores voru skemmtilegir. Það er alltaf gaman að heyra svona almennilegt íslenskt rapp, sem fjallar líka um eitthvað skemmtilegt. Frábærir textar og geðveikir taktar. Sviðsframkoman ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Buck 65 var ofursvalur. Mjög flott tónlist sem minnti mig aðallega á Sage Francis, þó að hann hafi líka hljómað svipað og Atmosphere. Skemmtilegt indí rapp með svölum textum og grípandi töktum.
I Adapt voru fokking geðveikir. Performancið var geðveikt, Birkir var með alla sviðsframkomu á hreinu og leyfði áhorfendum að vera með. Standa eiginlega jafnfætis Gavin Portland tónleikunum, þó ég hafi verið minna ölvaður á þessum. Geðveikir tónleikar.
Á laugardeginum sá ég Annuals og Bloc Party.
Annuals var allt í lagi. Mér fannst það mátulega skemmtilegt, þetta var frumlegt og kraftmikið, enda voru þau með 2 trommusett í flestum lögum. En ekkert laganna var sérlega grípandi.
Bloc Party voru góðir. Ég var fremst í lisasafninu, edrú þegar þeir byrjuðu og stemmningin þar var ömurleg, þar voru bara grúppíur sem voru að reyna að troðast fremst, hoppa og öskra. Það skemmdi pínu fyrir. En ég færði mig aftar þar sem fín stemmning var og maður heyrði lögin vel. Það var mjög gaman að heyra þá spila lög af Silent Alarm, enda hef ég lítið kynnt mér hinn diskinn.
Á sunnudeginum fór ég og sá Sudden Wether Change og Cut off your hands.
Sudden Wether Change voru mjög góðir, ég er virkilega að fíla tónlistina þeirra. Væri alveg til í að eiga disk með lögunum þeirra. Sunnudagur var ekki beint hentugur fyrir þá, enda höfðu þeir einnig spilað á föstudeginum en ég missti af þeim þá.
Cut off your hands voru góðir. Þetta var skemmtileg tónlist og hljómsveitin var hress, en áhorfendurnir voru það almennt ekki, þar með talinn ég.
27.6.07
Langt síðan ég bloggaði...
Já það er komið langt síðan.
Hér er smá update:
Ég er útskrifaður.
Ég er í sumarvinnu.
Ég er kominn með ágætis tan.
Hér er smá update:
Ég er útskrifaður.
Ég er í sumarvinnu.
Ég er kominn með ágætis tan.
30.3.07
Ég hef enga afsökun...
Ég veit ekki af hverju ég blogga aldrei...
... Réttara sagt veit ég ekki af hverju ég blogga nokkurn tímann. Ég hef engar skoðanir sem ég þarf að koma á framfæri og þegar ég hef þær þá hef ég þær bara fyrir mig. Ég hef heldur engar merkilegar sögur sem ég þarf að koma frá mér og jafnvel ef ég hef eitthverjar sögur þá segi ég þær hvort eð er ekki.
Kannski mun ég eitthverntíman nenna að setja ógeðslega áhugaverða færslu um eitthvað annað en tónlist eða skólaleiða. Þá mun ég fá frábær verðlaun.
... Réttara sagt veit ég ekki af hverju ég blogga nokkurn tímann. Ég hef engar skoðanir sem ég þarf að koma á framfæri og þegar ég hef þær þá hef ég þær bara fyrir mig. Ég hef heldur engar merkilegar sögur sem ég þarf að koma frá mér og jafnvel ef ég hef eitthverjar sögur þá segi ég þær hvort eð er ekki.
Kannski mun ég eitthverntíman nenna að setja ógeðslega áhugaverða færslu um eitthvað annað en tónlist eða skólaleiða. Þá mun ég fá frábær verðlaun.
2.3.07
Tíminn flýgur...
Fokk...
Það er kominn mars... svo kemur apríl... svo kemur maí...
...þá er skólinn búinn...
...Þá er ég stúdent...
...Þá stend ég á krossgötum og veit ekkert hvað ég á að gera.
Okei shit, Jack White, The Strokes og NYC Cops... besta blanda sem maður getur ímyndað sér...
Það er kominn mars... svo kemur apríl... svo kemur maí...
...þá er skólinn búinn...
...Þá er ég stúdent...
...Þá stend ég á krossgötum og veit ekkert hvað ég á að gera.
Okei shit, Jack White, The Strokes og NYC Cops... besta blanda sem maður getur ímyndað sér...
23.2.07
Sólskin og fínerí...
Í dag var fáránlega gott veður og dagurinn í raun bara geðveikur. Mér datt í hug að setja inná lög sem væru lýsandi fyrir þennan dag og ef lagið "Fallegur Dagur" með Bubba væri eitthvað gott þá væri það hérna... en það er ekki gott. En þessi lög eru öll góð. Atmosphere fékk að fljóta með, því hann er bestur.
Rise Against - Swing Life Away
Elliott Smith - Twilight
Ramones - What A Wonderful World
Belle & Sebastian - If She Wants Me
Atmosphere - The Woman With The Tattoed Hands
Rise Against - Swing Life Away
Elliott Smith - Twilight
Ramones - What A Wonderful World
Belle & Sebastian - If She Wants Me
Atmosphere - The Woman With The Tattoed Hands
20.2.07
Göturnar og fleira
Mike Skinner (The Streets) fékk eitthvað diss eftir nýjasta diskinn sinn, ég veit ekki betur en að þetta lag, "Never Went To Church" sé af honum en mér þykir það bara mjög fínt lag. Gagnrýnendur eru kannski bara flestir hálfvitar.
Mike Skinner er einnig viðloðandi þetta lag "Routine Check" með The Mitchell Brothers. Kannski ekki nein snilld en skemmtileg tilbreyting. Þeir komu einmitt á Airwaves í hittí fyrra en ég asnaðist til að tékka ekki á þeim.
Enjoy...
Mike Skinner er einnig viðloðandi þetta lag "Routine Check" með The Mitchell Brothers. Kannski ekki nein snilld en skemmtileg tilbreyting. Þeir komu einmitt á Airwaves í hittí fyrra en ég asnaðist til að tékka ekki á þeim.
Enjoy...
14.2.07
Freysi fullur...
Ég á svo mikið líf að ég horfði á kastljósið í gær, þar var gerð tilraun á Freysa (Andra Frey úr Capone) þar sem hann var helltur fullur og látinn keyra í eitthverjum hermi með mjög fyndnum afleiðingum... Þetta má sjá hér
BTW
Ég sakna Capone, nú hlusta ég á útvarpsfréttir á morgnana á leiðinni í skólann...
BTW
Ég sakna Capone, nú hlusta ég á útvarpsfréttir á morgnana á leiðinni í skólann...
12.2.07
Times they are a-changing...
Já... Ég hef aldrei haldið sérstaklega uppá Dylan en hann er góður. Sérstaklega í gamla daga. Þessi upptaka er einmitt skemmtilega gömul og illa farin.
7.2.07
Dance you goddamn monkey
Ég hélt að kúl fólk dansaði ekki...
...Sage Francis afsannaði það algjörlega
...Sage Francis afsannaði það algjörlega
5.2.07
O, brother where art thou?
Ég held að ég hafi aldrei ekki séð bróðir minn í svona langan tíma(flókið að orða þessa setningu, ef þú fatter ekki merkinguna, lestu hana aftur hægt). Bara síðan ég fæddist, jú maður hefur farið til útlanda og ekki hitt hann í svona 2 vikur en núna er næstum liðinn mánuður og ég hef ekkert séð hann. Hann er sennilega sá sem ég hef umgengist mest af öllum síðan ég fæddist. Ég veit ekki hvernig þetta verður þegar maður verður eldri og mun ekki hitta systkini sín daglega eða amk vikulega. Skrýtið örugglega.
Auðvitað er það skrýtið að hann sé ekki hérna og það hefur sína kosti og galla. Síðan ég man eftir mér hef ég verið undir vernd, áhrifum eða leiðsögn hans. Veit ekki hvort það er gott eða slæmt. En mér finnst ég hafa breyst frekar mikið núna á þessum tíma sem hann hefur verið í burtu. Þetta er eins og einhver minnignargrein. Hann er nú að koma aftur, reyndar ekki strax en einhverntíman. Vonandi.
Bróðir minn er eitthvað að röfla um að enginn sakni hans, það er ekki satt.
Auðvitað er það skrýtið að hann sé ekki hérna og það hefur sína kosti og galla. Síðan ég man eftir mér hef ég verið undir vernd, áhrifum eða leiðsögn hans. Veit ekki hvort það er gott eða slæmt. En mér finnst ég hafa breyst frekar mikið núna á þessum tíma sem hann hefur verið í burtu. Þetta er eins og einhver minnignargrein. Hann er nú að koma aftur, reyndar ekki strax en einhverntíman. Vonandi.
Bróðir minn er eitthvað að röfla um að enginn sakni hans, það er ekki satt.
28.1.07
Popp sökkar (fyrir utan bíópopp)
Textar eru það mikilvægasta í tónlist að mínu mati. Lög geta verið góð án þess að vera með góða texta, en lög eru best ef textinn er góður líka.
Þess vegna sökkar eiginlega allt popp.
I adapt mega eiga það að textarnir þeirra eru góðir og lögin oftast líka. Ég ætla að láta einn texta og lagið með fylgja hérna, þetta lag er eitt albesta lag sem ég hef heyrt. Textinn á þar stóran þátt
Þess vegna sökkar eiginlega allt popp.
I adapt mega eiga það að textarnir þeirra eru góðir og lögin oftast líka. Ég ætla að láta einn texta og lagið með fylgja hérna, þetta lag er eitt albesta lag sem ég hef heyrt. Textinn á þar stóran þátt
I Wish(linkur)
I'm sorry that I hurt you. I'm sorry that I made you cry.
I wish I knew you better. I wish I knew the reasons why. I remember
when we were kids, how we laughed, played and had good times.
Too bad those are just memories. Reflections of time gone.
I guess I thought I was above you. I guess I thought my spirit would rise,
through bringing your down. As always I was wrong. Made the wrong turn
at your expense. Through time, I've learned to be a better person.
I've realized the fault was mine. I wish I'd been there for you.
But I wasn't at your expense. I wish that I could take your place.
I wish I could reverse time. I'm sorry that I haven't been better...
I'm sorry that I haven't been a better brother. But I promise I'll try.
23.1.07
Veikindi og missed calls...
Ég er bullandi kvefaður. Kominn aftur á pensilín og eitthvað kjaftæði. 10 daga penselínkúr. Það þýðir að ég þarf að taka það rólega næstu 10 daga. Fram á þar næsta föstudag. Það er bara fínt.
Ég var með 2 missed calls í dag. Og ég hef tvær spurningar.
Af hverju var Bónusvídeó í Reykjanesbæ að reyna að ná í mig?
Og af hverju var Reykjalundur (Endurhæfingarstöð SÍBS) að reyna að ná í mig?
Tvö svona á einum degi... undarlegt.
Atmosphere er klárlega inn, tékk itt át:
Ég var með 2 missed calls í dag. Og ég hef tvær spurningar.
Af hverju var Bónusvídeó í Reykjanesbæ að reyna að ná í mig?
Og af hverju var Reykjalundur (Endurhæfingarstöð SÍBS) að reyna að ná í mig?
Tvö svona á einum degi... undarlegt.
Atmosphere er klárlega inn, tékk itt át:
11.1.07
Frumkvöðull með fokkings dredda
Shit...
Ég er búinn að hlusta of mikið á Rage Against The Machine undanfarið. Jájá, ég veit geðveikt 10.bekkjarlegt eitthvað. Ég man líka að þá var ég að ströggla við að halda því fram að þeir hefðu verið lélegir. Man I was wrong.
Þessi hljómsveit er of góð, frá öllum hliðum séð. Sérstaklega samt Tom Morello og Zack De La Rocha. Ekki að trommurnar og bassinn séu eitthvað síðri, gítarinn og söngurinn/textarnir standa svo út úr.
Fokk, þegar ég hlusta á þetta finnst mér ég vera svo kúl. Mig langar að fá mér dredda og vera á móti yfirvöldunum þegar ég hlusta á Rage Against The Machine.
Ég ætla að setja 3 myndbönd með þessari færslu:
Besta mynband sem ég man eftir að hafa séð í íslensku sjónvarpi:
Fáránlega kúl live myndbönd (fylgist sérstaklega með Tom Morello(gítarleikaranum... duuuh)
Ég er búinn að hlusta of mikið á Rage Against The Machine undanfarið. Jájá, ég veit geðveikt 10.bekkjarlegt eitthvað. Ég man líka að þá var ég að ströggla við að halda því fram að þeir hefðu verið lélegir. Man I was wrong.
Þessi hljómsveit er of góð, frá öllum hliðum séð. Sérstaklega samt Tom Morello og Zack De La Rocha. Ekki að trommurnar og bassinn séu eitthvað síðri, gítarinn og söngurinn/textarnir standa svo út úr.
Fokk, þegar ég hlusta á þetta finnst mér ég vera svo kúl. Mig langar að fá mér dredda og vera á móti yfirvöldunum þegar ég hlusta á Rage Against The Machine.
Ég ætla að setja 3 myndbönd með þessari færslu:
Besta mynband sem ég man eftir að hafa séð í íslensku sjónvarpi:
Fáránlega kúl live myndbönd (fylgist sérstaklega með Tom Morello(gítarleikaranum... duuuh)
9.1.07
Bright Eyes & not so bright eyes
Fyrst skuluð þið horfa á the real thing.
Svo eitthverjir þjóðverjar sem fíla þetta svo mikið að þeir verða að covera þetta lag og vera geðveikt dramatísk og emotional. Eiginlega bara vandræðalegt. Efri er reyndar ekki nærri jafn viðbjóðsleg og neði gaurinn. Hún bara skemmir lagið einhvernveginn. Hinn gaurinn alveg fær mann til að vilja gubba á lyklaborðið.
Það eru sennilega 20-30 jafn slæm og verri myndbönd á youtube. Mér finnst svona fólk skemma góða tónlist.
En það er bara einn Conor Oberst. Hér er hann uppá sitt allrabesta.
Svo eitthverjir þjóðverjar sem fíla þetta svo mikið að þeir verða að covera þetta lag og vera geðveikt dramatísk og emotional. Eiginlega bara vandræðalegt. Efri er reyndar ekki nærri jafn viðbjóðsleg og neði gaurinn. Hún bara skemmir lagið einhvernveginn. Hinn gaurinn alveg fær mann til að vilja gubba á lyklaborðið.
Það eru sennilega 20-30 jafn slæm og verri myndbönd á youtube. Mér finnst svona fólk skemma góða tónlist.
En það er bara einn Conor Oberst. Hér er hann uppá sitt allrabesta.
Subscribe to:
Posts (Atom)